Við skörum fram úr!

Ferill er í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt greiningu Creditinfo, í flokki meðalstórra fyrirtækja. Þetta er fjórða árið í röð sem Ferill er á listanum en á hann rata fyrirtæki með rekstur sem telst til fyrirmyndar. Af þeim rúmlega 38.500 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá teljast 2,2% þeirra uppfylla skilyrðin um framúrskarandi rekstur.

Til að teljast framúrskarandi að mati Creditinfo þurfa fyrirtæki að uppfylla eftirfarandi:

  • Er í lánshæfisflokki 1-3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú síðustu rekstrarár
  • Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú síðustu rekstrarár
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú síðustu rekstrarár
  • Eignir a.m.k. 90 m.kr. á síðasta rekstrarári og 80 m.kr. tvö rekstrarár þar á undan
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Ársreikningi skilað á réttum tíma

Við erum stolt af þessum árangri!