Starfsnemar á Ferli

Við á Ferli höfum verið svo heppin að hafa hjá okkur á haustmánuðum ungt og efnilegt fólk frá Háskólanum í Reykjavík. Þau hafa lagt hönd á plóg á ýmsum sviðum stofunnar, sinnt margvíslegum verkefnum og tekið virkan þátt í félagslífinu.

Í liðinni viku héldu þau svo opna kynningu á sínum störfum í haust ásamt samnemendum sínum í byggingatæknifræði og vörðust svæsnum spurningum áhugasamra með stakri prýði. Það er greinilegt að þau hafa tekið vel við lærdómnum hér á Ferli og ekki loku fyrir það skotið að þau hafi náð að ydda nokkra gamla blýanta á móti.

Við hjá Ferli erum þakklát fyrir framlag þessa öfluga fólks og þeim ferska andblæ sem þeim fylgir, hvort sem er við skrifborðið, á verkstað, uppi á kaffistofu eða á öðrum vígstöðum. Við erum spennt fyrir framtíðinni!

.