Þýska stálið okkar hún Corinna Hoffmann er ekki þekkt fyrir að láta skammdegið leika sig grátt og í haust skellti hún sér í ferð upp í grunnbúðir Everest. Þetta ótrúlega ævintýri Corinnu hófst þann 9 okt. í Lukla í 2.840m hæð. Á 17 dögum var gengið í 17 manna hópi upp í grunnbúðir Everest sem eru í 5.364 m hæð. Farin var óhefðbundin leið upp um Gokyo RI og Cho-la Pass. Hér fyrir neðan má sjá kort af gönguleiðinni. Corinna gekk einnig áleiðs á tindinn Island Peak sem er 6180m og fór sjálf upp í 5.700m hæð. Við hjá Ferli bíðum spennt eftir að sjá hvaða ævintýri Corinna tekur sér næst fyrir hendur.
Sjón er sögu ríkari. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðalagi Corinnu.