Ferill í Kerlingarfjöllum

Starfsfólk Ferils fór upp í Kerlingarfjöll fyrr í sumar og gerði sér glaðan dag þar sem gengið var um stórbrotið landslagið. Erfitt göngufæri dró ekkert úr upplifuninni sem fylgdi því að ganga um eitt fjölbreyttasta hverasvæði landsins og útsýnið yfir öræfasvæðið sveik engan. Að gönguferð lokinni lá leiðin í Highland Base böðin til að mýkja þreytta fætur og að endingu snæddu ferðalangar kvöldverð á íburðarmiklu hlaðborði hótelsins áður en haldið var heim eftir glaðan dag.

Heimsóknin í Highland Base vakti mikla lukku, en Ferill ehf. verkfræðistofa sá um alla lagna- og raflagnahönnun verkefnisins.

.