Nýlega birti Viðskiptablaðið lista yfir þau fyrirtæki sem standa upp úr á Íslandi og eru þar með öðrum til fyrirmyndar í rekstri. Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði; fyrirtækin þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárinu 2017, tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna, eignir yfir…
Author Archives: admin
Ferill nýtir margþættan hugbúnað í verkefnum fyrirtækisins. Eitt af þeim er MagiCAD sem er hönnunarforrit fyrir lagna- og loftræsikerfi. Ferill hefur notað þennan hugbúnað í um 10 ár. Nýleg bygging sem hönnuð var með MagiCAD er nýtt flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Flugskýlið er 10.500 fermetrar með 27 metra lofthæð og rúmar skýlið þrjár 737MAX flugvélar….
Síðastliðinn sunnudag átti Ferill fulltrúa í lengstu skíðagöngu í heimi, Vasagöngunni í Svíþjóð. Leiðin liggur frá Sälen til Mora og er 90 km löng. Keppendur eru um 16.000 og hafa 12 klukkustundir til að komast í mark. Okkar maður, Sigurður Rúnar Sveinsson, sem var að taka þátt í sinni annarri göngu, lauk keppni á 8…
Síðastliðinn laugardag brautskráðust 217 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu. Einn þeirra er Magnús Hagalín Ásgeirsson, starfsmaður Ferils til sex ára. Magnús hóf störf hjá okkur sem tækniteiknari árið 2012 en hefur frá árinu 2014 stundað nám í BSc í byggingartæknifræði við HR samhliða vinnu. Hann náði þeim eftirsótta árangri að…
Ferill er í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt greiningu Creditinfo, í flokki meðalstórra fyrirtækja. Þetta er fjórða árið í röð sem Ferill er á listanum en á hann rata fyrirtæki með rekstur sem telst til fyrirmyndar. Af þeim rúmlega 38.500 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá teljast 2,2% þeirra uppfylla skilyrðin um framúrskarandi rekstur. Til að…
Mikið var um dýrðir helgina 16.-19. nóvember síðastliðinn þegar starfsfólk Ferils ásamt mökum fór í árshátíðarferð sína til Helsinki. Var þetta einnig fjölmennasta árshátíðarferð Ferils. Farið var í skipulagðar ferðir um borgina í fylgd Maarit Nieminen sem er einn áhugaverðasti núlifandi sagnfræðingur Finna. Áhugaverðir og sögulegir staðir eins og Suomenlinna, Zetorbar og Temppeliaukio Church heimsóttir….
Nýverið flutti Garri heildverslun í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hádegismóum 1 í Reykjavík. Hönnun burðarvirkja, lagna og loftræsikerfa var í höndum Ferils auk verkefnisstjórnunar en arkitekt er Arkþing. Byggingin skiptist í þrjá hluta: kæli- og frystigeymslu, skrifstofubyggingu á fjórum hæðum og þurrvörulager, samtals um 8.000 fermetrar að stærð. Vöruhússhlutarnir eru stálgrindarhús klædd með samlokueiningum…
Ný og endurbætt heimasíða Ferils hefur nú verið tekin í notkun. Síðan styður gagnvirkt viðmót fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Markmiðið er að síðan nýtist fólki sem allra best og sé auðveld í notkun. Hér má nálgast fréttir um það helsta sem starfsfólk Ferils er að fást við. Vefsíðan er uppsett í kerfinu WordPress sem léttir…
- 1
- 2