Árshátíðarferð Ferils í Helsinki

Mikið var um dýrðir helgina 16.-19. nóvember síðastliðinn þegar starfsfólk Ferils ásamt mökum fór í árshátíðarferð sína til Helsinki. Var þetta einnig fjölmennasta árshátíðarferð Ferils.

Farið var í skipulagðar ferðir um borgina í fylgd Maarit Nieminen sem er einn áhugaverðasti núlifandi sagnfræðingur Finna. Áhugaverðir og sögulegir staðir eins og Suomenlinna, Zetorbar og Temppeliaukio Church heimsóttir.

Á árshátíðarkvöldinu kom einn vinsælasti uppistandari Finnlands og óhætt er að segja að Tomi Walamies hafi kítlað hláturtaugar viðstaddra. Önnur atriði voru ekki af verri endanum en þau voru heimatilbúin leik- og söngatriði þar sem hlédrægir jafnt sem framhleypnir starfsmenn sýndu á sér nýjar hliðar.

Allir skemmtu sér frábærlega, mikið hlegið, sögur sagðar og ættjarðarsöngvar fluttir í áheyrn næturgesta, enda andinn hjá fyrirtækinu einstaklega jákvæður og skemmtilegur.