Dagana 7. til 10. nóvember síðastliðinn fóru starfsmenn Ferils, ásamt mökum, í árshátíðarferð til Marrakech í Marokkó. Hópurinn dvaldi á glæsilegu hóteli í úthverfi Marrakech sem bauð upp á fjölbreytta þjónustu fyrir gesti, allt frá góðum mat og drykk til skemmtilegrar afþreyingar. Ferðin var full af spennandi viðburðum. Á föstudeginum fórum við í fjórhjólaferð um eyðimerkursanda Marokkó. Á laugardeginum dreifðist hópurinn í mismunandi ævintýri. Sumir fóru í loftbelg, aðrir í Go-cart, á meðan aðrir könnuðu aldagamla markaði miðborgarinnar. Dagurinn endaði svo með glæsilegri árshátíðarveislu. Enginn mann eftir öðru en að hafa skemmt sér frábærlega!
.