Viðbygging og endurbætur fyrir Össur

Í sumar tók Össur í notkun síðustu hluta húsnæðis síns að Grjóthálsi 1-3 sem markaði endalok framkvæmda vegna viðbyggingar og breytinga á núverandi húsnæði fyrirtækisins. Viðbyggingin var tekin í notkun um haustið 2023.

Ferill annaðist jarðvinnu-, burðarþols-, lagna- og raflagnahönnun vegna viðbyggingarinnar sem var um 3.500 m² bygging ásamt því að hanna og verkefnastýra framkvæmdum sem snéru að innréttingu viðbyggingarinnar og þeim breytingum sem gerðar voru innanhúss. Í heildina snéri verkefnið því að um 5.500 m².
Ferill óskar Össuri til hamingju með nýtt og endurbætt húsnæði og þakkar fyrir gott samstarf.