Ferill yngir upp

Á þessu ári eru 45 ár liðin frá stofnun Ferils ehf., verkfræðistofu.  Félagið var stofnað á árinu 78 og í dag 1. mars er fyrsti framkvæmdastjóri Ferils, Snæbjörn Kristjánsson, 78 ára. Um leið og við óskum honum til hamingju með afmælið viljum við tilkynna að ráðinn hefur verið nýr framkvæmdastjóri, Freyr Brynjarsson. Freyr tekur við af fráfarandi framkvæmdastjóra, Ásmundi Ingvarssyni, sem hefur gegnt stöðunni í á 3ja áratug en hann tók við starfinu af afmælisbarni dagsins í kringum aldamótin. Á myndinni eru Freyr Brynjarsson framkvæmdastjóri Ferils, Ásmundur Ingvarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Ferils og  Snæbjörn Kristjánsson, fyrsti framkvæmdastjóri Ferils.