Framkvæmdir að Kornagörðum 1

Hafnar eru framkvæmdir í Korngörðum 1 þar sem til stendur að opna nýja kæli- og frystigeymslu Aðfanga hf. Byggingin er viðbygging við núverandi vörugeymslu Banana og mun að mestu geyma frosna og kælda matvöru. DAP arkitektar eru aðalhönnuðir, burðarvirki og lagnir voru hönnuð á Ferli, raflagnahönnun er á vegum Verkhönnunar en Kælismiðjan Frost hefur hönnun kælikerfis með höndum. Það er öflugur hópur verktaka sem kemur að verkinu: Ögurverk sjá um jarðvinnu, uppsteypa er í höndum Aleflis og Borgarafl flytja inn og reisa stálgrindina sem kemur frá Ruukki.

Verkefnisstjórnun er í höndum framkvæmdadeildar Ferils og var fyrsta steypa steypt í gær, 23. október.