Dúx við HR

Síðastliðinn laugardag braut­skráðust 217 nem­end­ur frá Há­skól­an­um í Reykja­vík við hátíðlega at­höfn í Hörpu. Einn þeirra er Magnús Hagalín Ásgeirsson, starfsmaður Ferils til sex ára. Magnús hóf störf hjá okkur sem tækniteiknari árið 2012 en hefur frá árinu 2014 stundað nám í BSc í byggingartæknifræði við HR samhliða vinnu. Hann náði þeim eftirsótta árangri að komast á forsetalista tækni- og verkfræðideildar vegna framúrskarandi námsárangurs í lok allra missera í náminu, eða fimm sinnum. Við brautskráninguna var hann svo sæmdur verðlaunum Viðskiptaráðs Íslands fyr­ir framúrsk­ar­andi náms­ár­ang­ur í grunn­námi.

Við óskum hinum nýútskrifaða byggingartæknifræðingi innilega til hamingju með árangurinn og erum virkilega stolt af því að hafa hann í okkar röðum.